Íslenski boltinn

Reynir: Vorum frábærir í fyrri hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Reynir í leiknum í kvöld.
Reynir í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán
Reynir Leósson sagði sína menn í Val hafa spilað frábæran fyrri hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Fram á útivelli í kvöld.

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Skoruðum tvö mörk og klúðruðum víti líka. Þeir áttu bara ekki séns í okkur og það hefði ekki verið ósanngjarnt að vera 3-0 eða 3-1 eftir fyrri hálfleikinn," sagði Reynir.

„En þeir náðu að skora í lok fyrri hálfleiksins og það var erfitt að glíma við það."

„Við vissum líka fyrirfram að við myndum eiga í erfiðleikum í föstum leikatriðum þeirra. Við erum frekar lágvaxnir í vörninni og þeir með hávaxið lið. Enda kom það á daginn að bæði mörk þeirra komu eftir föst leikatriði."

„Ég ætla líka ekki að taka það af þeim að þeir voru sterkari í seinni hálfleik og bættu bara vel í."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×