Íslenski boltinn

Kristinn: Sálfræðilega sterkt að komast á toppinn

Stefán Pálsson skrifar
Blikar fagna.
Blikar fagna.

Framherjinn Kristinn Steindórsson var frábær í leiknum í kvöld og skoraði tvö virkilega fín mörk þegar Blikar sigruðu Selfyssinga ,1-3, í flottum fótboltaleik á Selfossvelli.

„Ég er að sjálfsögðu ánægður með þessi tvö mörk hjá mér en aðallega er ég ánægður með  sigurinn,“ sagði Kristinn Steindórsson sáttur í leikslok. 

,,Þetta var algjör seiglusigur. Við vorum ekkert að spila neitt sérstaklega vel og Selfyssingarnir voru að gera okkur erfitt fyrir, en frábært að ná samt sem áður að vinna leikinn og komast á þennan svokallaða topp,“ sagði Kristinn. 

,,Vonandi verður þetta sálfræðilega sterkt fyrir liðið að komast á toppinn, en þetta er samt langt frá því að vera komið hjá okkur og við verðum bara að halda áfram að spila okkar bolta,“ sagði Kristinn.

,,Við héldum bara áfram að berjast og létum jöfnunarmarkið ekkert trufla okkur. Ég tel að við séum með betri einstaklinga sem geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi og það er það sem skilur þessi lið að,“ sagði Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×