Enski boltinn

Hernandez lánaður strax frá Manchester United?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Javier Hernandez hefur aldrei spilað í Evrópu og er aðeins 21 árs. Þetta er ástæðan fyrir því að hann gæti farið að láni frá Manchester United áður en hann spilar með félaginu.

Hernandez kemur til United í sumar og eftir vaska frammistöðu á HM er ljóst að þarna er á ferðinni góður leikmaður.

Nafni og faðir leikmannsins segir aftur á móti að fyrsta tímabil hans á Englandi gæti reynst honum of mikið og að hann gæti farið að láni fyrst.

Valencia hefur áhuga á að fá hann til sín.

"Þetta gæti verið fín lausn til að láta hann venjast Evrópuboltanum," sagði pabbi stráksins sem hefur aðeins spilað í Mexíkó, heimalandi sínu.

Hraðinn á Englandi gæti verið honum um of. "United hefur ekkert ákveðið með framtíð hans. Kannski er ekkert vitlaust að hann fari að láni," sagði pabbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×