Íslenski boltinn

Hannes Þór: Áttum að taka þrjú stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Mynd/Anton
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var óánægður með að hafa ekki náð þremur stigum gegn Val í kvöld en liðin gerðu 2-2 jafntefli.

„Þetta var mjög sérstakur leikur. Við vöknuðum ekki fyrr en í seinni hálfleik en þá tókum við öll völd á vellinum. Við áttum að taka þrjú stig í leiknum og hræðilega svekkjandi að hafa ekki tekist það," sagði Hannes.

„Þó gátum við verið þokkalega ánægðir með að vera bara 2-1 undir í hálfleik og það er ótrúlegt hvað það getur verið mikill munur á okkur á milli hálfleikja. Það er stundum eins og svart og hvítt. En við höfum verið góðir í því að þjappa okkur saman og koma sterkir til baka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×