Íslenski boltinn

Ólafur: Vinnan hjá strákunum að skila sér

Stefán Pálsson skrifar

,,Þetta var virkilega sterkt hjá strákunum að ná í þrjú stig í virkilega erfiðum leik,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld.

,,Við mættum gríðarlega vel skipulögðu liði Selfyssinga og það var í raun óverðskuldað að við færum með eins marks forskot inn í hálfleikinn, en við brugðumst vel við markinu í síðari hálfleik og mér fannst við stjórna ferðinni þá,“ sagði Ólafur.

Þegar tíu umferðum er lokið í Pepsi-deild karla sitja Blikar á toppnum eftir langa bið.

,,Það að vera á toppnum er afleiðing þess að hafa unnið ákveðin fjölda leikja og sú vinna sem strákarnir hafa lagt á sig í sumar er að skila sér. Það að vera á toppnum núna skiptir í sjálfum sér ekki það miklu máli en samt sem áður viljum við vera þar,“sagði Ólafur.

,,Það mun reyna mikið á liðið á fimmtudaginn þegar við mætum Stjörnunni, en þá geta strákarnir sýnt hvað í þeim býr og haldið sér á toppnum sem er enn stærri prófraun,“sagði Ólafur.

,,Ég var gríðarlega ánægður með strákana að ná að koma til baka eftir smá áfall þegar við fáum á okkur þetta jöfnunarmark,“ sagði Ólafur Kristjánsson eftir 3-1 sigur Blika gegn Selfyssingum í Pepsi-deildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×