Enski boltinn

Enska sambandið deilir við félög vegna EM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nathan Delfouneso.
Nathan Delfouneso. AFP
Enska knattspyrnusambandið deilir nú við félög í úrvalsdeildinni um leikmenn fyrir Evrópumót U19 ára liða. Mótið byrjar í næstu viku og nokkrir leikmenn landsliðsins fá hugsanlega ekki að spila. Stjórinn, Noel Blake, vonast til að fá menn eins og Nathan Delfouneso frá Aston Villa og Phil Jones frá Blackburn ásamt fjórum leikmönnum Tottenham. Félögin vilja ekki missa strákana sem gætu spilað í úrvalsdeildinni sem hefst eftir rúman mánuð. Knattspyrnusambandið heimtar að félögin hleypi leikmönnum sínum í keppnina í stað þess að taka þá með í æfingaferðir. Önnur félög hafa þó sleppt leikmönnum sínum í keppnina en margir þeirra eru ekki á leiðinni í æfingaferðir eða að fara að spila með liðunum eftir nokkrar vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×