Enski boltinn

Riera fær tækifæri hjá Hodgson eins og allir aðrir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Albert Riera fær tækifæri til að sýna sig fyrir Roy Hodgson hjá Liverpool. Riera er ekki lengur vel liðinn hjá Liverpool eftir að hann gagnrýndi Rafael Benítez og félagið opinberlega fyrr á árinu.

Hodgson ætlar aftur á móti að gefa öllum tækifæri. "Það væri fólska að leifa ekki öllum að sýna sig," sagði nýji stjórinn en Juventus og Mallorca eru talin hafa áhuga á Riera að því er segir í staðarblaðinu Echo.

"Þegar nýr stjóri tekur við fá leikmenn sem voru ekki endilega inni í myndinni nýjan hugsunarhátt og hugsa þá kannski með sér að þeirra tækifæri gæti komið með stjóraskiptunum," sagði Hodgson.

Echo segir einnig að hann fái tólf milljónir punda til leikmannakaupa, auk þess sem hann aflar með sölu á mönnum. Rúmar fimm milljónir eru þegar í hús með Yossi Benayoun sem fór til Chelsea.

Lítið hefur heyrst af því hverja Hodgson vill fá til félagsins, annað en að hann vonast til að klófesta enska leikmenn.

Riera er vinstri kantmaður en þar eru fyrir Ryan Babel og Milan Jovanovic sem kemur til félagsins á frjálsi sölu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×