Icesave á ekki að trufla ferlið 15. janúar 2010 06:00 Stefán Haukur Jóhannesson „Umsóknin er á áætlun, ekkert hefur breyst hvað það varðar og engar vísbendingar komið fram um annað en að hún hafi sinn gang." Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Að hans sögn hafa þau skilaboð borist frá framkvæmdastjórn sambandsins að aðildarumsóknin sé ótengd Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Litið sé svo á að málin séu aðskilin. Þann skilning áréttaði Stefan Fule, væntanlegur nýr stækkunarstjóri Evrópusambandsins, í yfirheyrslum í Evrópuþinginu í fyrradag. Stefán Haukur segir að því stefnt af beggja hálfu að umsókn Íslands verði tekin til formlegrar umfjöllunar á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna undir lok mars. Á honum verði tekin ákvörðun um að hefja viðræður. Íslenska samninganefndin mun koma saman í Reykjavík á mánudag og halda áfram efnislegum undirbúningi fyrir fyrirhugaðar aðildarviðræður. Tékkinn Stefan Fule er tilnefndur í embætti framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn ESB. Afráðið er að Jose Manuel Barroso verði áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Verðandi framkvæmdastjórar sitja þessa dagana fyrir svörum í Evrópuþinginu en það er til þess að samþykkja nýja framkvæmdastjórn. Fule hefur sinnt stjórnmálum í föðurlandi sínu en lengst af verið í utanríkisþjónustu þess. Hefur hann verið sendiherra Tékklands hjá Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum og í Bretlandi. - bþs Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Umsóknin er á áætlun, ekkert hefur breyst hvað það varðar og engar vísbendingar komið fram um annað en að hún hafi sinn gang." Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Að hans sögn hafa þau skilaboð borist frá framkvæmdastjórn sambandsins að aðildarumsóknin sé ótengd Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Litið sé svo á að málin séu aðskilin. Þann skilning áréttaði Stefan Fule, væntanlegur nýr stækkunarstjóri Evrópusambandsins, í yfirheyrslum í Evrópuþinginu í fyrradag. Stefán Haukur segir að því stefnt af beggja hálfu að umsókn Íslands verði tekin til formlegrar umfjöllunar á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna undir lok mars. Á honum verði tekin ákvörðun um að hefja viðræður. Íslenska samninganefndin mun koma saman í Reykjavík á mánudag og halda áfram efnislegum undirbúningi fyrir fyrirhugaðar aðildarviðræður. Tékkinn Stefan Fule er tilnefndur í embætti framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn ESB. Afráðið er að Jose Manuel Barroso verði áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Verðandi framkvæmdastjórar sitja þessa dagana fyrir svörum í Evrópuþinginu en það er til þess að samþykkja nýja framkvæmdastjórn. Fule hefur sinnt stjórnmálum í föðurlandi sínu en lengst af verið í utanríkisþjónustu þess. Hefur hann verið sendiherra Tékklands hjá Atlantshafsbandalaginu, Sameinuðu þjóðunum og í Bretlandi. - bþs
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira