25 milljónir fyrir ráðgjöf til Alþingis 8. febrúar 2010 08:28 Mynd/Stefán Karlsson Breska lögmannsstofan Mishcon de Reya hefur sent Alþingi og fjárlaganefnd 25 milljóna króna reikning fyrir lögfræðiráðgjöf vegna Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga. Þá var Jón Daníelsson, prófessur í Lundúnum, gerður út af örkinni til að rukka þingið um reikninginn. Í sundurliðun 25 milljóna króna reiknings sem Mishcon de Reya hefur sent Alþingi vegna lögfræðiráðgjafar er gert ráð fyrir að 10 milljónir króna renni til Gunnlaugs Erlendssonar, lögfræðings sem búsettur er í Bretlandi, að því er fram kemur í DV í dag. Gunnlaugur sinnti eitt sinn störfum fyrir Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og höfðaði sem kunnugt er mál gegn fyrirtækinu á síðasta ári vegna vangreiddrar þóknunar. DV greinir frá því að enginn innan Alþingis kannist við að hafa beðið um þjónustu Gunnlaugs fyrir tíu milljónir króna. DV greinir jafnframt frá því að það hafi vakið athygli að Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics, hefði haft samband við Alþingi og spurt um greiðslu á reikningi bresku lögmannsstofunnar. Skýringin á því mun vera sú að fyrrum nemandi við London School of Economics sé einn af eigendum lögmannsstofunnar og að Jón hafi hitt hann á styrktarsamkomu og tekið að sér af greiðvikni við hann að rukka þingið. Mishcon de Reya skilaði fjárlaganefnd Alþingis lögfræðiáliti um miðjan desember síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, taldi ýmsa galla á álitinu og lenti í stuttu orðaskaki í íslenskum fjölmiðlum við eigendur stofunnar í kjölfarið. Skiptar skoðanir eru á vinnu Mishcon de Reya fyrir þingið og er talið líklegt að Alþingi krefji stofuna skýringa og frekari sundurliðunar á hinum 25 milljóna króna reikningi áður en hann verður greiddur. Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Breska lögmannsstofan Mishcon de Reya hefur sent Alþingi og fjárlaganefnd 25 milljóna króna reikning fyrir lögfræðiráðgjöf vegna Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga. Þá var Jón Daníelsson, prófessur í Lundúnum, gerður út af örkinni til að rukka þingið um reikninginn. Í sundurliðun 25 milljóna króna reiknings sem Mishcon de Reya hefur sent Alþingi vegna lögfræðiráðgjafar er gert ráð fyrir að 10 milljónir króna renni til Gunnlaugs Erlendssonar, lögfræðings sem búsettur er í Bretlandi, að því er fram kemur í DV í dag. Gunnlaugur sinnti eitt sinn störfum fyrir Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar og höfðaði sem kunnugt er mál gegn fyrirtækinu á síðasta ári vegna vangreiddrar þóknunar. DV greinir frá því að enginn innan Alþingis kannist við að hafa beðið um þjónustu Gunnlaugs fyrir tíu milljónir króna. DV greinir jafnframt frá því að það hafi vakið athygli að Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics, hefði haft samband við Alþingi og spurt um greiðslu á reikningi bresku lögmannsstofunnar. Skýringin á því mun vera sú að fyrrum nemandi við London School of Economics sé einn af eigendum lögmannsstofunnar og að Jón hafi hitt hann á styrktarsamkomu og tekið að sér af greiðvikni við hann að rukka þingið. Mishcon de Reya skilaði fjárlaganefnd Alþingis lögfræðiáliti um miðjan desember síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, taldi ýmsa galla á álitinu og lenti í stuttu orðaskaki í íslenskum fjölmiðlum við eigendur stofunnar í kjölfarið. Skiptar skoðanir eru á vinnu Mishcon de Reya fyrir þingið og er talið líklegt að Alþingi krefji stofuna skýringa og frekari sundurliðunar á hinum 25 milljóna króna reikningi áður en hann verður greiddur.
Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira