Enski boltinn

Ferguson hrósar Evra í hástert

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrice Evra í leik með Manchester United.
Patrice Evra í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur hrósað Patrice Evra í hástert fyrir frammistöðu hans í vetur.

Evra var á dögunum valinn í lið ensku úrvalsdeildarinnar af leikmönnum hennar en hann hefur komið við sögu í öllum 36 deildarleikjum liðsins til þessa á tímabilinu.

Flestir varnarmenn United lentu í meiðslum í vetur og sagði Ferguson það merkilegt hversu vel liðinu hafi gengið þrátt fyrir öll skakkaföllin í vörninni.

„Evra hefur verið frábær í vetur," sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Hann er eini leikmaðurinn sem hefur ekki misst af leik allt tímabilið."

„Við hvíldum hann gegn Blackburn en hann kom samt inn á sem varamaður. En ef maður skoðar varnarlínuna okkar þá er enginn sem kemst nálægt þeim stöðugleika sem Evra hefur sýnt í vetur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×