Fótbolti

Arsenal lenti 0-2 undir en vann og komst á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Vermaelen fagnar marki sínu í kvöld.
Thomas Vermaelen fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AFP
Arsenal og Liverpool voru bæði á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Arsenal komst á toppinn með 4-2 sigri á Bolton á meðan Liverpool, er aðeins einu stigi á eftir Tottenham og Manchester City í baráttunni um fjórða sætið, eftir 2-0 sigur á Tottenham.

Gary Cahill og Matthew Taylor (víti) komu Bolton í 2-0 á móti Arsenal og það stefndi allt í fyrsta sigur Owen Coyle en Tomás Rosicky minnkaði muninn í lok fyrri hálfleiks og Cesc Fabregas jafnaði leikinn eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Það voru síðan Thomas Vermaelen og Andrey Arshavin sem tryggðu Arsneal 4-2 sigur á þar með toppsætið.

Arsenal er með jafnmörg stig og Chelsea en með betri markatölu. Chelsea á þó leik inni á Arsenal sem hefur hinsvegar leikið jafnmarga og Manchester United sem er nú stigi á eftir toppliðunum í þriðja sætinu.

Dirk Kyut skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri á Tottenham, það fyrra eftir aðeins sex mínútur og það síðara úr víti í uppbótartíma. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Liverpool sem er nú aðeins stig á eftir Spurs sem situr enn í fjórða sætinu með jafnmörg stig en betri markatölu en Manchester City.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×