Enski boltinn

Fabregas: Stoltur af því að vera leikmaður Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas vildi lítið ræða um framtíð sína eftir að hann varð heimsmeistari með Spánverjum í gær. Hann virðist þó vera farinn að gera sér grein fyrir að Arsenal ætli ekki að láta hann fara frá félaginu.

Barcelona hefur reynt að klófesta miðjumanninn sterka í allt sumar en án árangurs. Verðmiðinn hans lækkaði síðan ekkert eftir fína innkomu í úrslitaleikinn þar sem Fabregas lagði meðal annars upp sigurmark leiksins.

Arsenal hefur þegar hafnað 30 milljón punda tilboði í leikmanninn sem sjálfur vill fara heim til Barcelona þar sem hann er alinn upp.

"Eina sem ég get sagt er að þessi titill er fyrir leikmenn Arsenal sem og stuðningsmennina. Arsenal er heimsklassafélag. Ég er leikmaður Arsenal og stotur af því," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×