Enski boltinn

Heiðar Helguson vill fara frá QPR til Watford

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Heiðar fagnar marki á tímabilinu með Watford.
Heiðar fagnar marki á tímabilinu með Watford. Getty Images
"Ég vil vera hér áfram," segir Heiðar Helguson um Watford. Norðlendingurinn er þar í láni frá QPR en hann skoraði meðal annars gott mark um helgina í 3-0 sigri á Reading.

Heiðar gekk í raðir Watford árið 1999 frá Lilleström í Noregi, þaðan fór hann til Fulham, þá Bolton og loks QPR.

"Andrúmsloftið er gott og mönnum er létt," sagði hann við Sky eftir að Watford tryggði sæti sitt í 1. deildinni með sigrinum. Hann hélt svo áfram:

„Ég hef eitt meirihluta tímans hér á Englandi hjá Watford, ég hef fengið góðan stuðning frá stuðningsmönnunum og öllum hérna. Ég tel mig hafa spilað minn besta fótbolta hérna og það  er mér því mjög mikilvægt að félagið hélt sér uppi."

„Ég vil gjarnan vera hér áfram," sagði Heiðar sem er þó samningsbundinn QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×