Íslenski boltinn

Leifur: KR með dýrasta lið sögunnar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leifur Garðarsson, þjálfari Víkings.
Leifur Garðarsson, þjálfari Víkings.

„KR er náttúrulega með dýrasta knattspyrnulið Íslandssögunnar, það er morgunljóst," segir Leifur Garðarsson, þjálfari Víkinga, í viðtali á stuðningsmannasíðu félagsins vikingur.net.

Víkingar leika í 1. deildinni en leika gegn KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins sem fram fer á sunnudag.

„Þeir hljóta að teljast sigurstranglegri í þessum úrslitaleik enda með geysilegt mannaval í sínum leikmannahópi," segir Leifur.

„Helsti styrkur KR er auðvitað að þeir eiga 2-3 landsþekkta leikmenn í hverja stöðu. Þeir hafa verið að flytja heim atvinnumenn í bunkum upp á síðkastið og mikið verið að gera hjá flugfrakt TVG Zimsen í því sambandi enda hraðvirkur og hagkvæmur flutningsmáti," segir Leifur í viðtalinu á vikingur.net.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×