Íslenski boltinn

Guðmundur: Nokkuð ljóst að ég fer ekki í Val

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Pétursson varð bikarmeistari með Breiðabliki í fyrra.
Guðmundur Pétursson varð bikarmeistari með Breiðabliki í fyrra.

Framtíð sóknarmannsins Guðmundar Péturssonar er í lausu lofti en leikmaðurinn er þó að öllum líkindum á leið frá KR.

Valur sýndi Guðmundi áhuga en nú er ljóst að hann fer ekki á Hlíðarenda. „Já það er allavega nokkuð ljóst að ég fer ekki í Val," sagði Guðmundur við Vísi.

Samkvæmt heimildum hafði Guðmundur sjálfur ekki áhuga á að ganga til liðs við Valsmenn en hann vildi ekki tjá sig um það.

Guðmundur vildi lítið tjá sig um sín mál en sagði það allavega ljóst að hann væri á förum frá Vesturbæjarliðinu. „Mér sýnist það. KR er ekki að sýna neinn vilja til að halda mér miðað við hve lítið þeir eru að nota mig," sagði Guðmundur.

Breiðablik fékk Guðmund lánaðan í fyrra og stóð leikmaðurinn sig virkilega vel í græna búningnum. Blikar vilja fá Guðmund aftur en hafa hingað til ekki verið tilbúnir að ganga að þeim verðmiða sem KR setur á leikmanninn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×