Innlent

Eigendurnir tilgreindir sérstaklega

Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson
Breyta á lögum um embætti sérstaks saksóknara, samkvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Markmiðið er að skilgreina verksvið saksóknarans með skýrari hætti en nú er.

Sérstaklega verður kveðið á um að embættinu beri að rannsaka grun um refsiverða háttsemi hluthafa í fjármálafyrirtækjum, auk stjórnenda, ráðgjafa og starfsmanna.

Í gildandi lögum segir að sérstakur saksóknari eigi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og í kjölfar atburða er leiddi til setningar neyðarlaganna.

Í frumvarpinu segir að embættið skuli rannsaka grun um refsiverða háttsemi sem tengst hefur starfsemi fjármálafyrirtækja og þeirra sem átt hafa hluti í þeim fyrirtækjum eða farið með atkvæðisrétt í þeim. Sömuleiðis grun um refsiverða háttsemi stjórnenda, ráðgjafa og starfsmanna fjármálafyrirtækja og þeirra annarra sem komið hafa að starfsemi fyrirtækjanna. Embættið skuli eftir atvinu fylgja rannsókn eftir með saksókn.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×