Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Frammistaða okkar ekki ásættanleg

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Val.
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Val.
„Svona heilt yfir þá er ég sáttur við stigið," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Val, eftir 2-2 jafntefli gegn Haukum í kvöld. „Fyrrihálfleikur var sá versti sem ég hef séð en við náðum reyndar að jafna þá og reyndum að fara yfir stöðuna í hálfleik. Smá lífsmark í síðari hálfleiknum en samt náðum við aldrei þeim leik sem að við erum þekktir fyrir og Haukar réðu hér ferðinni." „Þetta gat dottið báðu megin og við pressuðum stíft á þá undir lokin til þess að sækja þessi þrjú stig en heilt yfir voru Haukar mikið betri í kvöld og frammistaða okkar ekki ásættanleg," bætti Gunnlaugur við. Arnar Gunnlaugsson brenndi af víti undir lokin og gat tryggt Haukum fyrsta sigurinn sinn. Gunnlaugi var létt að sjá boltann fljúga yfir markið. „Óvenjulegt að sjá Arnar skjóta yfir þar sem hann hefur nú tekið þau ófá vítin í gegnum tíðina en ég var auðvitað mjög sáttur við það að sjá boltann fara yfir," sagði Gunnlaugur og leyfði sér að glotta smá. „Ég veit ekki hvað skal segja. Ég held að strákarnir viti það að við eigum að gera mun betur og getum gert mun betur. Ég er auðvitað ánægður með að ná að jafna leikinn en þrátt fyrir það þá er sáralítið af jákvæðum punktum sem hægt er að taka úr þessum leik," sagði Gunnlaugur í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×