Innlent

Synir Breiðholts hreinsuðu Andapollinn

Samtök íbúa í Breiðholti sem kalla sig Synir Breiðholts tóku sig til í dag og boðuðu til hreinsunardags þar sem Andapollurinn svokallaði í Seljahverfi var hreinsaður.

Bjarni Fritzson er í forsvari fyrir félagsskapinn og hófust hreinsunarstörfin klukkan ellefu í dag.

Bjarni segir að undanfarnar vikur hafi mikil umræða farið fram í hverfinu í kjölfar útgáfu Breiðholtsskýrslunnar og loforðs nýs meirihluta í borginni um að hafa hverfið sem forgangsverkefni.

Hann segir í tilkynningu að orð séu til alls fyrst en merkingarsnauð án athafna og því þótti hópnum ekki einungis nóg að gagnrýna heldur vildi sýna í verki í samvinnu við íbúa hverfisins hverju má áorka með skipulögðu framlagi fárra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×