Fótbolti

Tógó verður í banni í næstu tveimur Afríkukeppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor tekur ekki þátt í næstu Afríkukeppnum.
Emmanuel Adebayor tekur ekki þátt í næstu Afríkukeppnum. Mynd/AFP
Knattspyrnusamband Afríku hefur bannað Tógó aðtaka þátt í næstu tveimur Afríkukeppnum landsliða eftir að landslið Tógó fór til sín heima eftir að hafa lent í skotárás á leið sinni til Afríkukeppninnar í Angóla.

Tveir úr farastjórn Tógó-liðsins létust í árásinni og tveir leikmenn særðust. Sá þriðji sem lést var bílstjóri rútunnar.

Aðalástæða bannsins er þátttaka stjórnmálamanna í ákvarðanatöku Knattspyrnusambands Tógó. Knattspyrnusamband Tógó var einnig sektað um 50 þúsund dollara.

Emmanuel Adebayor er fyrirliði landsliðs Tógó en hann og aðrir leikmenn liðsins vildu spila leiki sína í keppninni en það var ríkisstjórn Tógó sem kallaði landsliðið heim og það var óásættanlegt að mati CAF.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×