Innlent

Karl Löve fjórði maðurinn sem var handtekinn vegna gjaldeyrisbrasks

Frá blaðamannafundi ríkislögreglustjóra í dag.
Frá blaðamannafundi ríkislögreglustjóra í dag.

Fjórði maðurinn hefur verið handtekinn vegna gruns um brot gegn gjaldeyrishaftalögum Seðlabanka Íslands en hann heitir Karl Löve Jóhannsson. Þegar hafa Gísli Reynisson, Ólafur Sigmundsson og Markús Máni Michaelsson verið handteknir vegna málsins.

Allir mennirnir eru búsettir í Bretlandi en þeir Gísli, Markús og Ólafur unnu saman hjá Straumi Fjárfestingabanka áður. Þeir eru aftur á móti grunaðir um að hafa stundað gjaldeyrisbrask eftir að þeir létu af störfum þar.

Efnahagsbrotadeildin hafa kyrrsett eignir mannanna sem telja mörg hundruð milljónir króna.

Fulltrúar ríkislögreglustjóra leituðu á fjórum heimilum og í bílum grunaðra, auk skrifstofuhúsnæðis þeirra grunuðu í dag í tengslum við rannsókn á meintum brotum gegn gjaldeyrislögum.

Málið teygir anga sína til Lúxemborgar, Bretlands og Bandaríkjanna. Ekki er útilokað að fjórmenningarnir verði úrskurðaðir í farbann.

Rannsóknin nær yfir tímabilið nóvember 2008 til október 2009, en velta Aserta var um 48 milljarðar króna. Hugsanlegt er að peningaþvætti komi við sögu líka.

Viðurlög við braskinu eru allt að tveggja ára fangelsi.


Tengdar fréttir

Markús Máni Michaelsson á meðal þeirra grunuðu

Mennirnir sem grunaðir eru um stórfellt gjaldeyrisbrask í gegnum félagið Aserta í Svíþjóð eru allir fyrrverandi starfsmenn Straums fjárfestingabanka og hafa allir búið í Bretlandi um skeið. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir kom fram að fjórir hefðu verið handteknir vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×