Innlent

Flutningabíll valt á Kleifaheiði

Frá Patreksfirði.
Frá Patreksfirði.

Flutningabíll með um 12 tonn af fiski fór út af veginum sunnanmegin á Kleifaheiði við Patreksfjörð fyrir hádegi í dag. Bíllinn fór eina veltu og stöðvaðist um 20 metra frá veginum í brattri hlíðinni.

Bílstjórinn er tiltölulega lítið slasaður að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Vesturbyggðar og var hann fluttur á heilsugæsluna á Patreksfirði til aðhlynningar. Hann var með meðvitund allan tímann.

Slökkviliðið mætti ásamt lögreglu og sjúkrabíl og þurfti að beita klippum til þess að ná manninum út en þó ekki í miklum mæli að sögn Davíðs.

Björgunarsveitir af svæðinu vinna nú að því að reyna að bjarga því sem bjargað verður af farminum og segist Davíð vonast til að einhverju verði hægt að bjarga. Líkur séu þó á því að meirihlutinn sé ónýtur. Bíllinn er ennfremur mikið skemmdur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×