Innlent

Leituðu í Arnarnesvogi en fundu ekkert

Við Arnarnesvog.
Við Arnarnesvog. Mynd/E.Ól.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir klukkan hálf þrjú tilkynning um rekald í sjónum við Arnarnesvog sem talið var 20 til 40 metra frá landi.

Í framhaldinu fóru lögreglumenn á staðinn sem og liðsmenn Hjálparsveitar skáta í Kópavogi sem fóru á bát út á sjóinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug jafnframt yfir voginn en þar var ekkert að sjá. Leitinni lauk klukkan þrjú, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×