Íslenski boltinn

Motland í FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH-ingar fagna.
FH-ingar fagna.

Íslandsmeistarar FH hafa ákveðið að semja við norska framherjann Torger Motland sem hefur æft með félaginu undanfarna daga.

Motland, sem er 25 ára gamall, hefur víða komið við á ferli sínum en hefur leikið meðal annars með Viking, Bryne og Stavanger þar sem hann var síðast.

FH á því aðeins eftir að fylla eina stöðu áður en liðið er klárt í Íslandsmótið. Það er staða miðjumanns en FH-ingar ætluðu sér að fá bæði framherja og miðjumann




Fleiri fréttir

Sjá meira


×