Innlent

Mótmæla bílalánum Íslandsbanka

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Samtökin Nýtt Ísland boða til mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu vegna bílalána bankans.

„Við mótmælum óréttlátum bílasamningum og flautum í þrjár mínútur hið minnsta," segir Lúðvík Lúðvíksson, einn af forsvarsmönnum samtakanna. Hann segir að þær lausnir sem Íslandsbanki bjóði upp á sé sjónhverfing.

Nýtt Ísland hefur staðið fyrir vikulegum mótmælaaðgerðum að undanförnu fyrir utan húsnæði fimm fyrirtækja sem lána til bifreiðakaupa. Að þessu sinni verður athyglinni einungis beint að Íslandsbanka, að sögn Lúðvíks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×