Innlent

Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ

Gylfi er að vonum ánægður með kosninguna
Gylfi er að vonum ánægður með kosninguna

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var endurkjörinn með miklum yfirburðum á ársfundi félagsins sem stendur nú yfir. Gylfi fékk um 73 prósent atkvæða, en 183 greiddu honum atkvæði sitt. Mótframbjóðandnn, Guðrún J. Ólafsdóttir, fékk 64 atkvæði.

Guðrún hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir VR og ekki áður boðið sig fram til embættis fyrir ASÍ.




Tengdar fréttir

Býður sig fram gegn forseta ASÍ

Guðrún J. Ólafsdóttir, stjórnarmaður í VR, býður sig fram gegn sitjandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssyni. Ársfundur ASÍ stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×