Innlent

Fjórir Litháar í haldi vegna umfangsmikils dópmáls

Fjórir litháískir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að tvo kíló af marijuana , auk anfetamíns og Kókaíns fundust í fórum þeirra við húsleit á fimm stöðum í Grímsnesi, Reykjanesbæ og Reykjavík á miðvikudag.

Auk þess fundust sex milljónir króna í reiðufé, sem taldar eru vera ágóði af fíkniefnasölu. Þá fundust ýmsir hlutir úr innbrotum og búnaður til að framleiða amfetamín, að því er Fréttablaðið telur sig hafa heimildir fyrir.

Lögreglan í Reykjavík naut aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum, Selfossi og Ríkislögreglustjóra við aðgerðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×