Innlent

Tvöfaldur framhandleggur borgarstjórans

Höndin hans Jóns er stokkbólginn.
Höndin hans Jóns er stokkbólginn.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, birti mynd af sér á Dagbók borgarstjórans í kvöld þar sem sjá má stokkbólginn handlegg Jóns.

Hann var á ráðstefnunni European Green Capital í Stokkhólmi þegar sýkingin kom upp og var hann færður á sjúkrahús í kjölfarið.

Ástæða sýkingarinnar var húðflúr með skjaldarmerki borgarinnar sem hann fékk sér fyrir skömmu.

Hann skrifar athugasemd við myndina, væntanlega með betri höndinni, þar sem hann segir ástæðuna fyrir sýkingunni ekki húðflúrið sjálft, heldur hafi þetta verð honum að sjálfum að kenna. Hann útskýrir það ekki frekar.

Jón fær nú sýklalyf beint í æð en eins og sést á meðfylgjandi mynd er bólgan talsverð.

Aðstoðarmaður borgarastjórans, Björn Blöndal, sló á áhyggjuraddir í dag í viðtali við Vísi; borgarstjórinn er ekki við dauðans dyr, sagði hann.


Tengdar fréttir

Sýking í tattúinu: „Reykjavík er þung byrði að bera“

„Hann fékk sýkingu í handlegginn og pensilín í æð," segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. Sem kunnugt er fékk Jón Gnarr sér nýverið húðflúr með skjaldarmerki Reykjavíkur og virðist sýking hafa hlaupíð í húðflúrið. „Reykjavík er þung byrði að bera,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×