Enski boltinn

Liverpool búið að selja Insua

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Liverpool og Fiorentina náðu í dag samkomulagi um kaupverð á varnarmanninum Emiliano Insua. Ef leikmaðurinn nær síðan saman við liðið er hann farinn til Ítalíu.

Talið er að kaupverðið sé í kringum 5 milljónir punda.

Argentínumaðurinn er farinn úr æfingabúðum félagsins svo hann geti rætt við Fiorentina.

Insua lék 31 leik fyrir Liverpool í fyrra og samtals 67 leiki síðan hann kom frá Boca Juniors árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×