Enski boltinn

Kuyt vill vera áfram hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollenski framherjinn Dirk Kuyt færði nýja stjóranum hjá Liverpool, Roy Hodgson, góð tíðindi er hann sagðist vilja vera áfram í herbúðum félagsins.

Kuyt hefur verið orðaður við Inter en þar er við stjórnvölinn Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, og hann vildi ólmur taka Kuyt með sér.

"Auðvitað vil ég vera áfram hjá Liverpool. Liverpool er frábært félag með mikla sögu. Því miður hef ég ekki unnið neitt á fjórum árum með félaginu en vonandi kemur tækifærið. Vonandi vill nýi stjórinn líka hafa mig hjá félaginu. Ég veit að hann vill hitta mig og spjalla," sagði Kuyt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×