Enski boltinn

Chelsea ætlar að bjóða í Torres

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea hefur alls ekki gefið upp alla von um að fá spænska framherjann Fernando Torres til félagsins en heimildir herma að félagið ætli að bjóða Liverpool 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur einsett sér að klófesta Torres og er mættur til Suður-Afríku þar sem hann mun fylgjast með úrslitaleik HM. Hann vonast einnig til þess að hitta Torres.

Torres hefur sjálfur sagt að hann muni ekkert ræða framtíðina fyrr en eftir HM. Þá mun hann líklega byrja á því að ræða við Roy Hodgson, stjóra Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×