Erlent

Breskur hermaður skaut átta ára stelpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Phil Shiner mannréttindalögfræðingur sakaði breskan hermann um að hafa skotið átta ára gamla stelpu í Basra árið 2003. Mynd/ afp.
Phil Shiner mannréttindalögfræðingur sakaði breskan hermann um að hafa skotið átta ára gamla stelpu í Basra árið 2003. Mynd/ afp.
Breskur hermaður skaut átta ára gamla íraska stelpu til bana þegar að hún var að leika sér við vinkonur sínar, segir Phil Shiner mannréttindalögfræðingur.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi í gær þegar að verið var að ræða Wikileaks lekann. Um 400 þúsund leyniskjöl um Íraksstríðið voru birt á vefsíðu Wikileaks. Talið er að þetta sé mesti leki í sögu Bandaríkjahers.

Samkvæmt frásögn Daily mail frá blaðamannafundinum fullyrti Shiner að hermaðurinn hafi fyrirvaralaust skotið stúlkuna í borginni Basra. Þetta gerðist í ágúst árið 2003 þegar að hermenn áttu að vera að dreifa sælgæti til barna til þess að mýkja ásýnd sína fyrir borgarbúum.

Samkvæmt frásögn Daily mail viðurkenna yfirmenn breska hersins ekki að hermaðurinn hafi banað stelpunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×