Fótbolti

Níu Ítalir fá tækifæri til að verða aftur heimsmeistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcello Lippi fagnar heimsmeistaratitlinum með leikmönnum sínum.
Marcello Lippi fagnar heimsmeistaratitlinum með leikmönnum sínum. Mynd/AFP
Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, var einn af mörgum þjálfurum sem tilkynntu HM-hóp sinn í gær og þá kom í ljós hversu margir úr heimsmeistaraliði ítala frá því fyrir fjórum árum eru í aðstöðu til að vinna heimsmeistaratitilinn í annað skipti á fjórum árum.

Marcello Lippi skar niður um fimm leikmenn í gær og meðal þeirra voru framherjarnir Giuseppe Rossi og Marco Borriello. Freamherjar ítalska liðsins í Suður-Afríku eru því fimm talsins eða þeir Antonio Di Natale, Alberto Gilardino, Vincenzo Iaquinta, Giampaolo Pazzini og Fabio Quagliarella.

Lippi valdi alls níu leikmenn úr heimsmeistaraliðnu fyrir fjórum árum en þeir eru: Gianluigi Buffon, Fabio Cannavaro, Gianluca Zambrotta, Mauro Camoranesi, Daniele De Rossi, Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Alberto Gilardino og Vincenzo Iaquinta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×