Enski boltinn

Sir Alex segir að Neville gæti farið með til Suður-Afríku

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gary Neville í besta skapi eftir sigurinn gegn Manchester City á dögunum.
Gary Neville í besta skapi eftir sigurinn gegn Manchester City á dögunum.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það kæmi sér ekki á óvart að sjá Gary Neville í enska landsliðshópnum fyrir heimsmeistaramótið í sumar.

Neville, 35 ára, hefur átt gott tímabil hjá United eftir að tvö síðustu tímabil hans hafa nánast verið eyðilögð vegna meiðsla.

Neville hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fylgi Ryan Giggs og Paul Scholes og taki eitt tímabil til viðbótar á Old Trafford. Ferguson segist þó búast við því.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef hann færi með til Suður-Afríku. Það er ekki mitt starf að segja að hann ætti að vera valinn í hópinn, þetta er erfitt val fyrir landsliðsþjálfarann. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef Fabio Capello velur hann," sagði Sir Alex.

„Gary er ótrúlegur. Þegar þú ert á fertugsaldri og missir út eitt og hálft ár vegna meiðsla er ómögulegt fyrir nær alla leikmenn að snúa til baka með þeim hætti sem hann hefur gert."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×