Skólastjórnenda að ákveða hvort trúfélög heimsæki skólana

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að mikilvægt væri að vega það og meta hvenær trúfélög þyki vera komin of mikið inn i skólastarf. „Við þurfum að hafa í huga hvernig þessu er háttað," segir Katrín.
Það var Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Katrínu út í málið. Hann vakti athygli á drögum að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög sem kynnt var fyrir helgi. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verði heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt.
Katrín sagðist þurfa að kynna sér betur hvað mannréttindaráð Reykjavíkurborgar væri að boða. Árni sagði augljóst að ráðuneytið tæki ekki undir það yfirboð sem fælist í ályktun mannréttindaráðsins. Hann fagnaði því.
Tengdar fréttir

Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum
Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt.

Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa.

Trúboð presta í leikskólum bannað
Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt.