Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Fram Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. ágúst 2010 13:57 Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn. Leikurinn hófst afar rólega en Framarar náðu forskotinu á 18. mínútu og var þar að verki Ívar Björnsson. Almarr Ormarsson átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Ívar skallaði í slá en var fljótur að fylgja eftir og skoraði framhjá liggjandi Bjarna Þórð Halldórssyni í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna, eftir hraða skyndisókn sendi Arnar Már Björgvinsson sendingu út á Atla Jóhannsson sem átti þrumufleyg í samskeytin fjær af um 25 metra færi, algerlega óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Fram, svo sannarlega kandídat í mark tímabilsins. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikur að mestu út. Stjörnumenn náðu svo forskoti fljótlega í seinni hálfleik, þá fékk Halldór Orri Björnsson góðan tíma á boltanum við vítateiginn og lét vaða sem Hannes Þór hélt ekki í marki fram og var Þorvaldur Árnason fljótastur að átta sig á aðstæðum og setti boltann í netið. Jón Guðni Fjóluson færði sig fljótlega framar á völlinn og virtist það gefa Fram betra tak á leiknum, hann var nálægt því að skora jöfnunarmark á 73. mínútu þegar aukaspyrna hans af 35 metra færi hafnaði í slánni. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið aðeins fjórum mínútum seinna eftir sofandi hátt í vörn Stjörnumanna spilaði hann og Ívar Björnsson sig í gegn og lagði boltann framhjá Bjarna í marki Stjörnunnar. Eftir þetta reyndu bæði liðin að sækja stigin þrjú og tókst Fram það þegar Ívar Björnsson náði að skora sigurmarkið á 89. Mínútu. Hann fékk langa sendingu fram á völlinn, lék á einn varnarmann Stjörnunnar og setti boltann fallega í nærhornið. Eftir þetta reyndu Stjörnumenn að jafna en Framarar héldu þetta út og tryggðu því sér annan sigurleikinn í röð eftir erfitt gengi fram að því. Þeir eru því í 5. Sæti 3 stigum á eftir FH og gætu enn tryggt sér Evrópusæti ef úrslit fara þeim hagstæð. Leikur Fram stórbatnaði eftir að Jón Guðni Fjóluson kom inn á miðjuna og átti hann stóran þátt í endurkomu þeirra. Stjörnumenn hljóta hinsvegar að naga sig í handarbökin fyrir að hafa misst niður forskotið og með því misst Fram yfir sig á stigatöflunni. Stjarnan 2 – 3 Fram0-1 Ívar Björnsson(18.) 1-1 Atli Jóhannsson(27.) 2-1 Þorvaldur Árnason(56.) 2-2 Jón Guðni Fjóluson (77.) 2-3 Ívar Björnsson (89.) Áhorfendur: 789 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 18 - 9 (7 -4 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Hannes Þór Halldórsson 3 Horn: 5 -3 Aukaspyrnur fengnar : 14 - 11 Rangstöður: 1 - 4 Stjarnan (4-2-3-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 5 Arnar Már Björgvinsson 5 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Ólafur Karl Finsen 4 (68. Garðar Jóhannsson 4) Fram (4-3 -3) Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Almarr Ormarsson 5Ívar Björnsson 8 – maður leiksinsHjálmar Þórarinsson 4 (94. Alexander Veigar Þórarinsson) Josep Edward Tillen 5 (64. Jón Orri Ólafsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Stjarnan - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn. Leikurinn hófst afar rólega en Framarar náðu forskotinu á 18. mínútu og var þar að verki Ívar Björnsson. Almarr Ormarsson átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Ívar skallaði í slá en var fljótur að fylgja eftir og skoraði framhjá liggjandi Bjarna Þórð Halldórssyni í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna, eftir hraða skyndisókn sendi Arnar Már Björgvinsson sendingu út á Atla Jóhannsson sem átti þrumufleyg í samskeytin fjær af um 25 metra færi, algerlega óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Fram, svo sannarlega kandídat í mark tímabilsins. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikur að mestu út. Stjörnumenn náðu svo forskoti fljótlega í seinni hálfleik, þá fékk Halldór Orri Björnsson góðan tíma á boltanum við vítateiginn og lét vaða sem Hannes Þór hélt ekki í marki fram og var Þorvaldur Árnason fljótastur að átta sig á aðstæðum og setti boltann í netið. Jón Guðni Fjóluson færði sig fljótlega framar á völlinn og virtist það gefa Fram betra tak á leiknum, hann var nálægt því að skora jöfnunarmark á 73. mínútu þegar aukaspyrna hans af 35 metra færi hafnaði í slánni. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið aðeins fjórum mínútum seinna eftir sofandi hátt í vörn Stjörnumanna spilaði hann og Ívar Björnsson sig í gegn og lagði boltann framhjá Bjarna í marki Stjörnunnar. Eftir þetta reyndu bæði liðin að sækja stigin þrjú og tókst Fram það þegar Ívar Björnsson náði að skora sigurmarkið á 89. Mínútu. Hann fékk langa sendingu fram á völlinn, lék á einn varnarmann Stjörnunnar og setti boltann fallega í nærhornið. Eftir þetta reyndu Stjörnumenn að jafna en Framarar héldu þetta út og tryggðu því sér annan sigurleikinn í röð eftir erfitt gengi fram að því. Þeir eru því í 5. Sæti 3 stigum á eftir FH og gætu enn tryggt sér Evrópusæti ef úrslit fara þeim hagstæð. Leikur Fram stórbatnaði eftir að Jón Guðni Fjóluson kom inn á miðjuna og átti hann stóran þátt í endurkomu þeirra. Stjörnumenn hljóta hinsvegar að naga sig í handarbökin fyrir að hafa misst niður forskotið og með því misst Fram yfir sig á stigatöflunni. Stjarnan 2 – 3 Fram0-1 Ívar Björnsson(18.) 1-1 Atli Jóhannsson(27.) 2-1 Þorvaldur Árnason(56.) 2-2 Jón Guðni Fjóluson (77.) 2-3 Ívar Björnsson (89.) Áhorfendur: 789 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 18 - 9 (7 -4 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Hannes Þór Halldórsson 3 Horn: 5 -3 Aukaspyrnur fengnar : 14 - 11 Rangstöður: 1 - 4 Stjarnan (4-2-3-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 5 Arnar Már Björgvinsson 5 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Ólafur Karl Finsen 4 (68. Garðar Jóhannsson 4) Fram (4-3 -3) Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Almarr Ormarsson 5Ívar Björnsson 8 – maður leiksinsHjálmar Þórarinsson 4 (94. Alexander Veigar Þórarinsson) Josep Edward Tillen 5 (64. Jón Orri Ólafsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Stjarnan - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira