Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Fram Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. ágúst 2010 13:57 Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn. Leikurinn hófst afar rólega en Framarar náðu forskotinu á 18. mínútu og var þar að verki Ívar Björnsson. Almarr Ormarsson átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Ívar skallaði í slá en var fljótur að fylgja eftir og skoraði framhjá liggjandi Bjarna Þórð Halldórssyni í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna, eftir hraða skyndisókn sendi Arnar Már Björgvinsson sendingu út á Atla Jóhannsson sem átti þrumufleyg í samskeytin fjær af um 25 metra færi, algerlega óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Fram, svo sannarlega kandídat í mark tímabilsins. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikur að mestu út. Stjörnumenn náðu svo forskoti fljótlega í seinni hálfleik, þá fékk Halldór Orri Björnsson góðan tíma á boltanum við vítateiginn og lét vaða sem Hannes Þór hélt ekki í marki fram og var Þorvaldur Árnason fljótastur að átta sig á aðstæðum og setti boltann í netið. Jón Guðni Fjóluson færði sig fljótlega framar á völlinn og virtist það gefa Fram betra tak á leiknum, hann var nálægt því að skora jöfnunarmark á 73. mínútu þegar aukaspyrna hans af 35 metra færi hafnaði í slánni. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið aðeins fjórum mínútum seinna eftir sofandi hátt í vörn Stjörnumanna spilaði hann og Ívar Björnsson sig í gegn og lagði boltann framhjá Bjarna í marki Stjörnunnar. Eftir þetta reyndu bæði liðin að sækja stigin þrjú og tókst Fram það þegar Ívar Björnsson náði að skora sigurmarkið á 89. Mínútu. Hann fékk langa sendingu fram á völlinn, lék á einn varnarmann Stjörnunnar og setti boltann fallega í nærhornið. Eftir þetta reyndu Stjörnumenn að jafna en Framarar héldu þetta út og tryggðu því sér annan sigurleikinn í röð eftir erfitt gengi fram að því. Þeir eru því í 5. Sæti 3 stigum á eftir FH og gætu enn tryggt sér Evrópusæti ef úrslit fara þeim hagstæð. Leikur Fram stórbatnaði eftir að Jón Guðni Fjóluson kom inn á miðjuna og átti hann stóran þátt í endurkomu þeirra. Stjörnumenn hljóta hinsvegar að naga sig í handarbökin fyrir að hafa misst niður forskotið og með því misst Fram yfir sig á stigatöflunni. Stjarnan 2 – 3 Fram0-1 Ívar Björnsson(18.) 1-1 Atli Jóhannsson(27.) 2-1 Þorvaldur Árnason(56.) 2-2 Jón Guðni Fjóluson (77.) 2-3 Ívar Björnsson (89.) Áhorfendur: 789 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 18 - 9 (7 -4 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Hannes Þór Halldórsson 3 Horn: 5 -3 Aukaspyrnur fengnar : 14 - 11 Rangstöður: 1 - 4 Stjarnan (4-2-3-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 5 Arnar Már Björgvinsson 5 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Ólafur Karl Finsen 4 (68. Garðar Jóhannsson 4) Fram (4-3 -3) Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Almarr Ormarsson 5Ívar Björnsson 8 – maður leiksinsHjálmar Þórarinsson 4 (94. Alexander Veigar Þórarinsson) Josep Edward Tillen 5 (64. Jón Orri Ólafsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Stjarnan - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnumenn, 3-2, á teppinu í Garðabæ í kvöld eftir að hafa náð forystu snemma leiks og síðan lent undir en Ívar Björnsson tryggði þeim sigurinn með marki á lokamínútum leiksins. Með þessu lyftir Fram sér upp fyrir bæði Keflavík sem tapaði í gær gegn Haukum og Stjörnumenn. Leikurinn hófst afar rólega en Framarar náðu forskotinu á 18. mínútu og var þar að verki Ívar Björnsson. Almarr Ormarsson átti sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Ívar skallaði í slá en var fljótur að fylgja eftir og skoraði framhjá liggjandi Bjarna Þórð Halldórssyni í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna, eftir hraða skyndisókn sendi Arnar Már Björgvinsson sendingu út á Atla Jóhannsson sem átti þrumufleyg í samskeytin fjær af um 25 metra færi, algerlega óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Fram, svo sannarlega kandídat í mark tímabilsins. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikur að mestu út. Stjörnumenn náðu svo forskoti fljótlega í seinni hálfleik, þá fékk Halldór Orri Björnsson góðan tíma á boltanum við vítateiginn og lét vaða sem Hannes Þór hélt ekki í marki fram og var Þorvaldur Árnason fljótastur að átta sig á aðstæðum og setti boltann í netið. Jón Guðni Fjóluson færði sig fljótlega framar á völlinn og virtist það gefa Fram betra tak á leiknum, hann var nálægt því að skora jöfnunarmark á 73. mínútu þegar aukaspyrna hans af 35 metra færi hafnaði í slánni. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið aðeins fjórum mínútum seinna eftir sofandi hátt í vörn Stjörnumanna spilaði hann og Ívar Björnsson sig í gegn og lagði boltann framhjá Bjarna í marki Stjörnunnar. Eftir þetta reyndu bæði liðin að sækja stigin þrjú og tókst Fram það þegar Ívar Björnsson náði að skora sigurmarkið á 89. Mínútu. Hann fékk langa sendingu fram á völlinn, lék á einn varnarmann Stjörnunnar og setti boltann fallega í nærhornið. Eftir þetta reyndu Stjörnumenn að jafna en Framarar héldu þetta út og tryggðu því sér annan sigurleikinn í röð eftir erfitt gengi fram að því. Þeir eru því í 5. Sæti 3 stigum á eftir FH og gætu enn tryggt sér Evrópusæti ef úrslit fara þeim hagstæð. Leikur Fram stórbatnaði eftir að Jón Guðni Fjóluson kom inn á miðjuna og átti hann stóran þátt í endurkomu þeirra. Stjörnumenn hljóta hinsvegar að naga sig í handarbökin fyrir að hafa misst niður forskotið og með því misst Fram yfir sig á stigatöflunni. Stjarnan 2 – 3 Fram0-1 Ívar Björnsson(18.) 1-1 Atli Jóhannsson(27.) 2-1 Þorvaldur Árnason(56.) 2-2 Jón Guðni Fjóluson (77.) 2-3 Ívar Björnsson (89.) Áhorfendur: 789 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6 Skot (á mark): 18 - 9 (7 -4 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Hannes Þór Halldórsson 3 Horn: 5 -3 Aukaspyrnur fengnar : 14 - 11 Rangstöður: 1 - 4 Stjarnan (4-2-3-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 6 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 5 Arnar Már Björgvinsson 5 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Ólafur Karl Finsen 4 (68. Garðar Jóhannsson 4) Fram (4-3 -3) Hannes Þór Halldórsson 5 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Hlynur Atli Magnússon 6 Almarr Ormarsson 5Ívar Björnsson 8 – maður leiksinsHjálmar Þórarinsson 4 (94. Alexander Veigar Þórarinsson) Josep Edward Tillen 5 (64. Jón Orri Ólafsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Stjarnan - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira