Umfjöllun: Blikar hvergi nærri hættir Elvar Geir Magnússon skrifar 29. ágúst 2010 13:54 Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri. Fyrri hálfleikurinn var ansi lítið fyrir augað. Blikar voru mjög varkárir og lágu lengra til baka en oftast áður, skiljanlegt enda menn staðráðnir í að láta slysið í síðasta leik ekki endurtaka sig. Annars var mikið um feilsendingar í fyrri hálfleiknum og fátt um fína drætti. Grétar Hjartarson fékk dauðafæri fyrir heimamenn strax á fyrstu mínútu en mikið fleiri voru færin ekki í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir hálfleikinn náðu gestirnir reyndar forystunni með laglegu marki frá Kristni Steindórssyni. Í seinni hálfleik réðu Blikar svo lögum og lofum. Guðmundur Kristjánsson bætti við öðru marki þeirra grænklæddu með hnitmiðuðu skot í bláhornið af löngu færi. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Grindvíkingar voru lítið að skapa sér enda án síns hættulegasta sóknarmanns, Gilles Mbang Ondo, en hann tók út leikbann. Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman átti góða innkomu í Blikaliðið, lagði upp mark fyrir Kristinn og skoraði svo sjálfur glæsimark þegar hann skaut í slá og inn. Með 4-0 forystu fóru Blikar að slaka á klónni og Grindvíkingar náðu að laga stöðuna með mörkum frá varamönnunum Gjorgi Manevski og Emil Daða Símonarssyni en það kom of seint. Blikaliðið náði í seinni hálfleik að sýna þá flottu takta sem við höfum séð svo oft í sumar, léttleikandi með einnar snertinga fótbolta og síógnandi upp við mark andstæðingana. Varnarleikur hefur verið helsti styrkleiki Grindavíkur að undanförnu en liðið réði ekkert við spilamennsku Blika í seinni hálfleik. Margir héldu að Kópavogsliðið væri að kikna undan pressunni en miðað við spilamennskuna í kvöld er langur vegur frá. Það heldur áfram þátttöku sinni í þessari æsispennandi titilbaráttu af fullum krafti. Grindavík - Breiðablik 2-4 0-1 Kristinn Steindórsson (45.) 0-2 Guðmundur Kristjánsson (50.) 0-3 Kristinn Steindórsson (76.) 0-4 Andri Rafn Yeoman (79.) 1-4 Gjorgi Manevski (87.) 2-4 Emil Daði Símonarson (92.) Áhorfendur: 969 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4 Skot (á mark): 8-13 (6-9) Varin skot: Óskar 4 - Kale 4 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 7-3 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 5 Alexander Magnússon 4 Auðun Helgason 5 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Scott Ramsay 4 (61. Ray Anthony Jónsson 6) Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Óli Baldur Bjarnason 2 (72. Gorgi Manevski -) Grétar Hjartarson 4 (80. Emil Daði Símonarson -) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 (80. Árni Kristinn Gunnarsson -) Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 6 (65. Andri Rafn Yeoman 7) Guðmundur Kristjánsson 8 ML Jökull I Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 7 (77. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri. Fyrri hálfleikurinn var ansi lítið fyrir augað. Blikar voru mjög varkárir og lágu lengra til baka en oftast áður, skiljanlegt enda menn staðráðnir í að láta slysið í síðasta leik ekki endurtaka sig. Annars var mikið um feilsendingar í fyrri hálfleiknum og fátt um fína drætti. Grétar Hjartarson fékk dauðafæri fyrir heimamenn strax á fyrstu mínútu en mikið fleiri voru færin ekki í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir hálfleikinn náðu gestirnir reyndar forystunni með laglegu marki frá Kristni Steindórssyni. Í seinni hálfleik réðu Blikar svo lögum og lofum. Guðmundur Kristjánsson bætti við öðru marki þeirra grænklæddu með hnitmiðuðu skot í bláhornið af löngu færi. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Grindvíkingar voru lítið að skapa sér enda án síns hættulegasta sóknarmanns, Gilles Mbang Ondo, en hann tók út leikbann. Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman átti góða innkomu í Blikaliðið, lagði upp mark fyrir Kristinn og skoraði svo sjálfur glæsimark þegar hann skaut í slá og inn. Með 4-0 forystu fóru Blikar að slaka á klónni og Grindvíkingar náðu að laga stöðuna með mörkum frá varamönnunum Gjorgi Manevski og Emil Daða Símonarssyni en það kom of seint. Blikaliðið náði í seinni hálfleik að sýna þá flottu takta sem við höfum séð svo oft í sumar, léttleikandi með einnar snertinga fótbolta og síógnandi upp við mark andstæðingana. Varnarleikur hefur verið helsti styrkleiki Grindavíkur að undanförnu en liðið réði ekkert við spilamennsku Blika í seinni hálfleik. Margir héldu að Kópavogsliðið væri að kikna undan pressunni en miðað við spilamennskuna í kvöld er langur vegur frá. Það heldur áfram þátttöku sinni í þessari æsispennandi titilbaráttu af fullum krafti. Grindavík - Breiðablik 2-4 0-1 Kristinn Steindórsson (45.) 0-2 Guðmundur Kristjánsson (50.) 0-3 Kristinn Steindórsson (76.) 0-4 Andri Rafn Yeoman (79.) 1-4 Gjorgi Manevski (87.) 2-4 Emil Daði Símonarson (92.) Áhorfendur: 969 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4 Skot (á mark): 8-13 (6-9) Varin skot: Óskar 4 - Kale 4 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 7-3 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 5 Alexander Magnússon 4 Auðun Helgason 5 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Scott Ramsay 4 (61. Ray Anthony Jónsson 6) Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Óli Baldur Bjarnason 2 (72. Gorgi Manevski -) Grétar Hjartarson 4 (80. Emil Daði Símonarson -) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 (80. Árni Kristinn Gunnarsson -) Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 6 (65. Andri Rafn Yeoman 7) Guðmundur Kristjánsson 8 ML Jökull I Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 7 (77. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira