Umfjöllun: Blikar hvergi nærri hættir Elvar Geir Magnússon skrifar 29. ágúst 2010 13:54 Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri. Fyrri hálfleikurinn var ansi lítið fyrir augað. Blikar voru mjög varkárir og lágu lengra til baka en oftast áður, skiljanlegt enda menn staðráðnir í að láta slysið í síðasta leik ekki endurtaka sig. Annars var mikið um feilsendingar í fyrri hálfleiknum og fátt um fína drætti. Grétar Hjartarson fékk dauðafæri fyrir heimamenn strax á fyrstu mínútu en mikið fleiri voru færin ekki í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir hálfleikinn náðu gestirnir reyndar forystunni með laglegu marki frá Kristni Steindórssyni. Í seinni hálfleik réðu Blikar svo lögum og lofum. Guðmundur Kristjánsson bætti við öðru marki þeirra grænklæddu með hnitmiðuðu skot í bláhornið af löngu færi. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Grindvíkingar voru lítið að skapa sér enda án síns hættulegasta sóknarmanns, Gilles Mbang Ondo, en hann tók út leikbann. Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman átti góða innkomu í Blikaliðið, lagði upp mark fyrir Kristinn og skoraði svo sjálfur glæsimark þegar hann skaut í slá og inn. Með 4-0 forystu fóru Blikar að slaka á klónni og Grindvíkingar náðu að laga stöðuna með mörkum frá varamönnunum Gjorgi Manevski og Emil Daða Símonarssyni en það kom of seint. Blikaliðið náði í seinni hálfleik að sýna þá flottu takta sem við höfum séð svo oft í sumar, léttleikandi með einnar snertinga fótbolta og síógnandi upp við mark andstæðingana. Varnarleikur hefur verið helsti styrkleiki Grindavíkur að undanförnu en liðið réði ekkert við spilamennsku Blika í seinni hálfleik. Margir héldu að Kópavogsliðið væri að kikna undan pressunni en miðað við spilamennskuna í kvöld er langur vegur frá. Það heldur áfram þátttöku sinni í þessari æsispennandi titilbaráttu af fullum krafti. Grindavík - Breiðablik 2-4 0-1 Kristinn Steindórsson (45.) 0-2 Guðmundur Kristjánsson (50.) 0-3 Kristinn Steindórsson (76.) 0-4 Andri Rafn Yeoman (79.) 1-4 Gjorgi Manevski (87.) 2-4 Emil Daði Símonarson (92.) Áhorfendur: 969 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4 Skot (á mark): 8-13 (6-9) Varin skot: Óskar 4 - Kale 4 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 7-3 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 5 Alexander Magnússon 4 Auðun Helgason 5 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Scott Ramsay 4 (61. Ray Anthony Jónsson 6) Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Óli Baldur Bjarnason 2 (72. Gorgi Manevski -) Grétar Hjartarson 4 (80. Emil Daði Símonarson -) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 (80. Árni Kristinn Gunnarsson -) Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 6 (65. Andri Rafn Yeoman 7) Guðmundur Kristjánsson 8 ML Jökull I Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 7 (77. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Breiðablik reis upp eftir tapið gegn Haukum í síðustu umferð og lagði Grindvíkinga sannfærandi 4-2 á útivelli. Þetta var fyrsti tapleikur Grindavíkur sem þjálfarinn Ólafur Örn Bjarnason er viðstaddur á þessu sumri. Fyrri hálfleikurinn var ansi lítið fyrir augað. Blikar voru mjög varkárir og lágu lengra til baka en oftast áður, skiljanlegt enda menn staðráðnir í að láta slysið í síðasta leik ekki endurtaka sig. Annars var mikið um feilsendingar í fyrri hálfleiknum og fátt um fína drætti. Grétar Hjartarson fékk dauðafæri fyrir heimamenn strax á fyrstu mínútu en mikið fleiri voru færin ekki í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir hálfleikinn náðu gestirnir reyndar forystunni með laglegu marki frá Kristni Steindórssyni. Í seinni hálfleik réðu Blikar svo lögum og lofum. Guðmundur Kristjánsson bætti við öðru marki þeirra grænklæddu með hnitmiðuðu skot í bláhornið af löngu færi. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Grindvíkingar voru lítið að skapa sér enda án síns hættulegasta sóknarmanns, Gilles Mbang Ondo, en hann tók út leikbann. Varamaðurinn Andri Rafn Yeoman átti góða innkomu í Blikaliðið, lagði upp mark fyrir Kristinn og skoraði svo sjálfur glæsimark þegar hann skaut í slá og inn. Með 4-0 forystu fóru Blikar að slaka á klónni og Grindvíkingar náðu að laga stöðuna með mörkum frá varamönnunum Gjorgi Manevski og Emil Daða Símonarssyni en það kom of seint. Blikaliðið náði í seinni hálfleik að sýna þá flottu takta sem við höfum séð svo oft í sumar, léttleikandi með einnar snertinga fótbolta og síógnandi upp við mark andstæðingana. Varnarleikur hefur verið helsti styrkleiki Grindavíkur að undanförnu en liðið réði ekkert við spilamennsku Blika í seinni hálfleik. Margir héldu að Kópavogsliðið væri að kikna undan pressunni en miðað við spilamennskuna í kvöld er langur vegur frá. Það heldur áfram þátttöku sinni í þessari æsispennandi titilbaráttu af fullum krafti. Grindavík - Breiðablik 2-4 0-1 Kristinn Steindórsson (45.) 0-2 Guðmundur Kristjánsson (50.) 0-3 Kristinn Steindórsson (76.) 0-4 Andri Rafn Yeoman (79.) 1-4 Gjorgi Manevski (87.) 2-4 Emil Daði Símonarson (92.) Áhorfendur: 969 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4 Skot (á mark): 8-13 (6-9) Varin skot: Óskar 4 - Kale 4 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 7-3 Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 5 Alexander Magnússon 4 Auðun Helgason 5 Ólafur Örn Bjarnason 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Scott Ramsay 4 (61. Ray Anthony Jónsson 6) Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 Óli Baldur Bjarnason 2 (72. Gorgi Manevski -) Grétar Hjartarson 4 (80. Emil Daði Símonarson -) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 7 Finnur Orri Margeirsson 7 (80. Árni Kristinn Gunnarsson -) Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 6 (65. Andri Rafn Yeoman 7) Guðmundur Kristjánsson 8 ML Jökull I Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 7 (77. Guðmundur Pétursson -) Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira