Innlent

Íslenska björgunarsveitin hefst handa

Gissur Sigurðsson skrifar

Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni.

Björgunarsveitarmennirnir munu svo hvíla sig í nokkrar klukkustundir. Þá tekur hið eiginlega björgunarstaf við strax í birtingu.

Icelandair flugvélin, sem flutti sveitina út, hélt áleiðis heim um klukkan eitt i nótt og lenti í Nassau á Bahamaeyjum á þriðja tímanum í nótt.

Fyrir borttför, hafði íslenska utanríkisráðuneytið boðið erlendum ríkisborgurum far með vélinni frá Haíti. Hátt í 80 manns þáðu boðið, lang flestir Bandaríkjamenn, en einnig Þjóðverjar, Kanadamenn, Norðurlandabúar og fleiri.

Flestir þeirra verða líklega eftir þar og fljúga þaðan heim, en vélinni verður flogið til Íslands, þegar flugmennirnir hafa hvílt sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×