Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni 14. janúar 2010 15:24 MYND/Valgarður Gíslason/Fréttablaðið Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu en þar segir einnig að svokallaður búðahópur vinni hörðum höndum við að reisa búðir á flugvallasvæðinu og verða þær sameiginlegar með belgískri björgunarsveit. „Einnig er unnið að því að koma fjarskiptum og öðrum búnaði í gang. Skortur á eldsneyti hefur skapað einhver vandkvæði en búið er að leysa þau mál. Önnur aðföng hafa reynst erfiðari, t.d. vantar sveitina timbur til stífinga, gas og súrefni." Auk íslensku sveitarinnar hefur sú bandaríska einnig hafið eiginleg björgunarstörf á skaðasvæðinu en enn sem komið er eru aðeins þrjár aðrar sveitir komnar á staðinn, þ.e. sú bandaríska, belgíska og sveit frá Kína. Tengdar fréttir Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50 Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30 Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25 „Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14. janúar 2010 03:15 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28 Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48 Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu en þar segir einnig að svokallaður búðahópur vinni hörðum höndum við að reisa búðir á flugvallasvæðinu og verða þær sameiginlegar með belgískri björgunarsveit. „Einnig er unnið að því að koma fjarskiptum og öðrum búnaði í gang. Skortur á eldsneyti hefur skapað einhver vandkvæði en búið er að leysa þau mál. Önnur aðföng hafa reynst erfiðari, t.d. vantar sveitina timbur til stífinga, gas og súrefni." Auk íslensku sveitarinnar hefur sú bandaríska einnig hafið eiginleg björgunarstörf á skaðasvæðinu en enn sem komið er eru aðeins þrjár aðrar sveitir komnar á staðinn, þ.e. sú bandaríska, belgíska og sveit frá Kína.
Tengdar fréttir Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50 Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30 Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25 „Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14. janúar 2010 03:15 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28 Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48 Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50
Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30
Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25
„Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14. janúar 2010 03:15
Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34
Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28
Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48
Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44