Innlent

Kann að seinka áætlun AGS

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Svo gæti farið að önnur endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefðist. Áformað var að hún færi fram síðar í þessum mánuði en að sögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, er alls óvíst að svo verði. Stjórnvöld vinni að því hörðum höndum að endurskoðunin fari fram á tilsettum tíma.

Lánveitingar frá Norðurlöndunum eru meðal forsendna áætlunarinnar en þær eru ekki fastar í hendi vegna óvissunnar um afdrif Icesave-málsins.

Fyrsta endurskoðun áætlunar­innar tafðist um átta mánuði á síðasta ári vegna Icesave. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×