Íslenski boltinn

Ingimundur framlengir við Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingimundur Níels Óskarsson í leik með Fylki.
Ingimundur Níels Óskarsson í leik með Fylki. Mynd/Daníel

Þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Davíð Þór Ásbjörnsson hafa framlengt samninga sína við Fylki.

Báðir eru nú samningsbundnir Fylki til loka árs 2012 en Ingimundur hefur verið í lykilhlutverki hjá Fylki síðan hann kom til liðsins frá KR sumarið 2008. Hann lék síðastliðið sumar samtals 23 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim tíu mörk.

Davíð Þór er átján ára gamall og uppalinn Fylkismaður. Hann á að baki sex deildarleiki með Fylki og nokkra leiki með yngri landsliðum Íslands.

Fyrir stuttu gengu svo forráðamenn Fylkis frá samningum við ástralska markvörðinn Andrew Bazi sem hefur æft með félaginu síðan í febrúar síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×