Innlent

Nýr meirihluti myndaður í Borgarbyggð

Samkomulag hefur tekist með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í Borgarbyggð um myndun nýs meirihluta sem starfar fram að sveitarstjórnarkosningum í vor. Samstarf allra flokka í sveitarfélaginu sprakk daginn fyrir gamlársdag vegna áhersluatriða við gerð fjárhagsáætlunar. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn.is

Þar segir að nýju ári hafi fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks átt óformlega fundi sem nú hefur leitt til þess að þeir mynda meirihluta en Borgarbyggðarlistinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og óháðra, situr einn í minnihluta í fyrsta skipti á kjörtímabilinu. Flokkarnir fengu allir þrjá bæjarfulltrúa í kosningunum 2006.

Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur verið staðfest á fundum í flokksfélögum flokkanna og gert ráð fyrir að síðdegis í dag verði skrifað undir meirihlutasamstarfið.

Páll Brynjarsson verður áfram sveitarstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×