Íslenski boltinn

Kristinn framlengdi við Blika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson. Mynd/Anton

Bikarmeistarar Breiðabliks halda áfram að ganga frá samningum við sína bestu menn og í kvöld var greint frá því að Kristinn Steindórsson hefði skrifað undir nýjan samning við Blika. Þetta kemur fram á blikar.is.

Nýi samningurinn er til tveggja ára.

Kristinn hefur leikið 54 leiki fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim leikjum 16 mörk.

Hann hefur þess utan spilað með öllum yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×