Innlent

Þyrlan lent með manninn

Þyrla Gæslunnar lenti með manninn við Landspítalann í Fossvogi. Myndin er úr safni.
Þyrla Gæslunnar lenti með manninn við Landspítalann í Fossvogi. Myndin er úr safni. Mynd/Arnþór Birkisson
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan fjögur með karlmann með mikla brjóstverki. Talið er að maðurinn sem er á sextugsalri hafi fengið hjartaáfall en það hefur ekki fengist staðfest.

Maðurinn var staddur í Helgadal í Mosfellssveit með hópi göngufólks þegar hann kenndi sér meins. Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu fóru á staðinn auk þyrlu Gæslunnar.




Tengdar fréttir

Þyrla Gæslunnar kölluð út

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst á fjórða tímanum í dag um karlmann með mikla brjóstverki í Helgadal í Mosfellssveit. Undanfarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu eru lagðar af stað á vettvang, samkvæmt Ólöfu Snæhólms Baldursdóttur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×