Innlent

Nýir hópar leita eftir mataraðstoð

Nýir hópar leita nú í auknum mæli eftir matargjöfum. Forstöðumaður Samhjálpar segir að áður hafi samtökin aðallega gefið fólki í vímuefnaneyslu að borða, en nú séu öryrkjar og atvinnulausir fastir gestir hjá Samhjálp.

Mikil umræða hefur verið um fátækt á Íslandi undanfarin misseri. Sé horft til heimsins er vitað að ástandið í veröldinni er einna skást á Íslandi. Þó er talið að yfir 30 þúsund manns hérlendis lifi undir fátæktarmörkum, sé miðað við skilgreiningu Evrópusambandsins en það skilgreinir fátækt út frá tekjudreifingu.

Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir fátækt snúið hugtak. Heiðar segir að vissulega gæti hluti hópsins sem leiti eftir aðstoð hjá Samhjálp komist af hennar en: „Ég get ekki neitað því að kannski komi einhverjir til okkar sem eru ekki í sárri neyð, en fólkið sem leitar til okkar hefur almennt mjög lítið á milli handanna. Það er kannski að fá einhverja styrki og framfærslu sem dugar ekki."

Eftir ríkisstjórnarfund í fyrradag sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að það væri misskilningur að fátækt sé meiri hér en á öðrum Norðurlöndum. Heiðar segir að fólk miði sín lífskjör þó alltaf við umhverfi sitt.

Þá bendir hann á að álagið á starfsemi Samhjálpar hafi tvöfaldast frá árinu 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×