Innlent

Unnu til verðlauna í Blackpool

Dansararnir Höskuldur Þór Jónsson og Margrétar Hörn Jóhannsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar vann fjögur silfurverðlaun í flokki 11 ára og yngri í danskeppni barna sem haldin var í Blackpool á Englandi í vikunni.

Danskeppnin þykir ein virtasta danskeppni, sem haldin er fyrir börn og unglinga í heiminum og var hún haldin nú í 53. sinn. Silfurverðlaunin unnu þau í stóru keppninni í sígildum samkvæmisdönsum, cha cha cha, vínarvals og suður-amerískum dönsum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×