Erlent

Fór leðurklæddur í óvænta heimsókn til Afganistan

Obama ásamt  David Petraeus hershöfðingja í Afganistan.
Obama ásamt David Petraeus hershöfðingja í Afganistan.

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, kom í óvænta heimsókn til Afganistan í dag, níu árum eftir að stríðið hófst þar í landi. Forsetinn var vígreifur, klæddur í leðurjakka, þegar hann lenti í hinu stríðhrjáða landi.

Obama þakkaði bandarískum hermönnum fyrir þjónustu þeirra í hernum yfir jólahátíðina.

Athygli vakti að Obama komst ekki á fund með forseta Afganistan, Hamid Karzai, vegna veðurs. Sérfræðingar telja það ekki draga dilk á eftir sér í ljósi þess að þeir hittust fyrir skömmu á NATO fundi í Lisbon fyrir tveimur vikum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×