Pétri Blöndal er skapi næst að hætta á þingi 22. júní 2010 06:15 Pétur Blöndal þingmaður segir að sér sé skapi næst að hætta á Alþingi þegar hann er spurður um styrkjamál sín. Sakar blaðið um einelti. Þingkonurnar Jónína Rós Guðmundsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir greina frá kostnaði. Mynd/Stefán Karlsson Pétur Blöndal þingmaður segir að sér sé skapi næst að hætta á Alþingi. Starfið sé mannskemmandi og illa borgað. Svo sé honum stillt upp „eins og glæpamanni" vegna styrkjamála. Einhver styrkti Pétur fyrir nær fjórðung af prófkjörskostnaði hans fyrir kosningarnar 2007, um 700.000 krónur, en heildarkostnaður prófkjörsins mun hafa verið um þrjár milljónir. Pétur er ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjörsbaráttu á þessum árum, en það var ekki lagaleg skylda að skila þeim. Pétur segir að peningarnir hafi komið frá hjónum sem hafi prentað fyrir sig framboðsbækling. Hann hafði í síðustu viku sagst ætla að fá leyfi til að nafngreina manninn. „Nei, ég er ekki búinn að tala við þennan mann. Ég var til klukkan þrjú í nótt að vinna að þessu frumvarpi um heimilin," segir Pétur. Hann geti gefið þetta upp síðar í mánuðinum. „Í hvert einasta skipti sem ég býð mig fram hugsa ég hvort ég eigi að halda þessari vitleysu áfram því þetta er mannskemmandi að vera í þessu. Sérstaklega af því að maður er stimplaður glæpamaður fyrirfram. Mér er skapi næst að hætta bara. Þá skulu menn reyna að fá almennilegt fólk inn á þing þar sem ekki er borgað fyrir menntun eða reynslu. Ég fæ ekkert borgað fyrir menntunina mína, átta ára háskólanám, og er búinn að borga átta milljónir [í fimm prófkjörum] fyrir að fá þessa vinnu. Þetta er galið," segir hann. Svo bætist „einelti" fjölmiðla ofan á allt annað. Jónína Rós Guðmundsdóttir Jónínu Rós Guðmundsdóttur, þingmanni Samfylkingar, kemur á óvart að hún sé ekki á fyrrgreindum lista. Hún taldi sig hafa skilað öllu. Jónína man hins vegar vel eftir baráttunni í Norðausturkjördæmi. „Úti á landi kosta framboðin nú ekki eins mikið og í bænum. Ég keypti eina auglýsingu upp á 47.000 krónur, þetta var borði á vef Vikudags og hjá Austurglugganum. Fyrir einstæðar mæður er þetta dálítill peningur og ég man þetta alveg nákvæmlega," segir hún. Heildarkostnaður prófkjörsins hafi verið vel undir 300.000 krónum. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er heldur ekki á listanum, en hún fór í fimmta sæti í Suðurkjördæmi. „Á þeim tíma voru þessar reglur ekki í gildi," segir Unnur Brá. „Ég greiddi allan kostnað sjálf, ég man ekki hvort hann var 500.000 eða eitthvað nálægt því," segir hún. Ekki hefur náðst í Kristján Þór Júlíusson, sem hefur ekki gefið upp hver styrkti hann um hálfa milljón fyrir sömu kosningar. klemens@frettabladid.is kristján þór júlíusson Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Pétur Blöndal þingmaður segir að sér sé skapi næst að hætta á Alþingi. Starfið sé mannskemmandi og illa borgað. Svo sé honum stillt upp „eins og glæpamanni" vegna styrkjamála. Einhver styrkti Pétur fyrir nær fjórðung af prófkjörskostnaði hans fyrir kosningarnar 2007, um 700.000 krónur, en heildarkostnaður prófkjörsins mun hafa verið um þrjár milljónir. Pétur er ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjörsbaráttu á þessum árum, en það var ekki lagaleg skylda að skila þeim. Pétur segir að peningarnir hafi komið frá hjónum sem hafi prentað fyrir sig framboðsbækling. Hann hafði í síðustu viku sagst ætla að fá leyfi til að nafngreina manninn. „Nei, ég er ekki búinn að tala við þennan mann. Ég var til klukkan þrjú í nótt að vinna að þessu frumvarpi um heimilin," segir Pétur. Hann geti gefið þetta upp síðar í mánuðinum. „Í hvert einasta skipti sem ég býð mig fram hugsa ég hvort ég eigi að halda þessari vitleysu áfram því þetta er mannskemmandi að vera í þessu. Sérstaklega af því að maður er stimplaður glæpamaður fyrirfram. Mér er skapi næst að hætta bara. Þá skulu menn reyna að fá almennilegt fólk inn á þing þar sem ekki er borgað fyrir menntun eða reynslu. Ég fæ ekkert borgað fyrir menntunina mína, átta ára háskólanám, og er búinn að borga átta milljónir [í fimm prófkjörum] fyrir að fá þessa vinnu. Þetta er galið," segir hann. Svo bætist „einelti" fjölmiðla ofan á allt annað. Jónína Rós Guðmundsdóttir Jónínu Rós Guðmundsdóttur, þingmanni Samfylkingar, kemur á óvart að hún sé ekki á fyrrgreindum lista. Hún taldi sig hafa skilað öllu. Jónína man hins vegar vel eftir baráttunni í Norðausturkjördæmi. „Úti á landi kosta framboðin nú ekki eins mikið og í bænum. Ég keypti eina auglýsingu upp á 47.000 krónur, þetta var borði á vef Vikudags og hjá Austurglugganum. Fyrir einstæðar mæður er þetta dálítill peningur og ég man þetta alveg nákvæmlega," segir hún. Heildarkostnaður prófkjörsins hafi verið vel undir 300.000 krónum. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er heldur ekki á listanum, en hún fór í fimmta sæti í Suðurkjördæmi. „Á þeim tíma voru þessar reglur ekki í gildi," segir Unnur Brá. „Ég greiddi allan kostnað sjálf, ég man ekki hvort hann var 500.000 eða eitthvað nálægt því," segir hún. Ekki hefur náðst í Kristján Þór Júlíusson, sem hefur ekki gefið upp hver styrkti hann um hálfa milljón fyrir sömu kosningar. klemens@frettabladid.is kristján þór júlíusson
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira