Indriði svarar fullum hálsi 10. febrúar 2010 11:57 Mynd/Anton Brink Indriði H. Þorláksson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og einn samningamanna í Icesave samninganefnd Svavars Gestssonar, rífur niður grein Kristrúnar Heimisdóttur fyrrverandi aðstoðarmannas utanríkisráðherra um Icesave málið í Fréttablaðinu í dag. Hann segir samninga um Icesave hafa legið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar, þar sem Ísland hafi gengist við lágmarksskuldbindingum vegna Icesave innistæðna. Í ítarlegri grein í Fréttablaðinu í dag svarar Indrðiði grein sem Kristrún var með í blaðinu á laugardag. Til að gera langa sögu stutta rífur Indriði niður öll helstu rök Kristrúnar fyrir því að með svo kölluðum Brusselviðmiðum frá 13. nóvember 2008, hafi fyrri samningar vegna Icesave runnið úr gildi og málið verið sett á vettvang Evrópusambandins. En hvað eru Brussel viðmiðin? Þau eru í raun sameiginleg yfirlýsing Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandins. Hún fól í sér að aðilar væru sammála um að tilskipun sambandsins um lágmarks innistæðu tryggingu upp á um 20.800 Evrur, gilti á Evrópska efnahagssvæðinu og væri hluti af þeim samningum. Viðurkenning þessara aðila greiði fyrir skjótri niðurstöðu í þeim samningaviðræðum sem standi yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá skuli í viðræðunum "tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt." Indriði segir að þarna sé vísað til einu viðræðnananna sem í gangi voru, þ.e.a.s. milli Íslands, Bretlands og Hollands annars vegar og Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandaþjóðanna hins vegar um lánafyrirgreiðslu vegna Icesave og endurreisnar efnahagslífs Íslands. Indriði bendir á yfirlýsingu frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem gefin var út sex dögum eftir að Brusselviðmiðin voru samþykkt, eða 19. nóvember 2008, og greint var frá opinberlega á sínum tíma. Þar sem sagt er að gengið verði að samningum um innistæðutryggingar með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem skilgreint hafði verið að næði til lágmarks innistæðutryggingar upp á um 20.800 evrur á reikning og að lán verði fengin frá viðkomandi ríkjum til að standa undir greiðslu þessara innstæðna. Bretar og Hollendingar hafi tekið á sig tæpan helming Icesave skuldanna og veitt Íslendingum lán fyrir þeirra hluta. Gögn frá utanríkisráðuneytinu sýni að þessi lán voru tekin í október 2008, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og allir lánsamningar hafi eins og Brusselviðmiðin, gengið út á viðurkenningu Íslands á lágmarks innstæðutryggingunni. Indriði segir að þeir samningar sem legið hafi fyrir hjá þessari ríkisstjórn áður en hún hrökklaðist frá, hafi hins vegar gert ráð fyrir skjótari endurgreiðslum og hærri vöxtum en sá samningur sem nú liggi fyrir geri ráð fyrir. Málið hafi aldrei verið komið í eitthvað samnigaferli innan Evrópusambandsins. Það hafi verið frágengið á grundvelli Brusselviðmiðanna milli Íslands, Bretlands og Hollands og samningar um fyrirgreiðslu frá AGS, Norðurlöndunum og öðrum ríkjum hafi tengst þessari niðurstöðu. Allir aðilar hafi haft þennan sameignlega skilning á málinu. Grein Indriða má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Indriði H. Þorláksson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og einn samningamanna í Icesave samninganefnd Svavars Gestssonar, rífur niður grein Kristrúnar Heimisdóttur fyrrverandi aðstoðarmannas utanríkisráðherra um Icesave málið í Fréttablaðinu í dag. Hann segir samninga um Icesave hafa legið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar, þar sem Ísland hafi gengist við lágmarksskuldbindingum vegna Icesave innistæðna. Í ítarlegri grein í Fréttablaðinu í dag svarar Indrðiði grein sem Kristrún var með í blaðinu á laugardag. Til að gera langa sögu stutta rífur Indriði niður öll helstu rök Kristrúnar fyrir því að með svo kölluðum Brusselviðmiðum frá 13. nóvember 2008, hafi fyrri samningar vegna Icesave runnið úr gildi og málið verið sett á vettvang Evrópusambandins. En hvað eru Brussel viðmiðin? Þau eru í raun sameiginleg yfirlýsing Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandins. Hún fól í sér að aðilar væru sammála um að tilskipun sambandsins um lágmarks innistæðu tryggingu upp á um 20.800 Evrur, gilti á Evrópska efnahagssvæðinu og væri hluti af þeim samningum. Viðurkenning þessara aðila greiði fyrir skjótri niðurstöðu í þeim samningaviðræðum sem standi yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá skuli í viðræðunum "tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt." Indriði segir að þarna sé vísað til einu viðræðnananna sem í gangi voru, þ.e.a.s. milli Íslands, Bretlands og Hollands annars vegar og Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandaþjóðanna hins vegar um lánafyrirgreiðslu vegna Icesave og endurreisnar efnahagslífs Íslands. Indriði bendir á yfirlýsingu frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem gefin var út sex dögum eftir að Brusselviðmiðin voru samþykkt, eða 19. nóvember 2008, og greint var frá opinberlega á sínum tíma. Þar sem sagt er að gengið verði að samningum um innistæðutryggingar með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem skilgreint hafði verið að næði til lágmarks innistæðutryggingar upp á um 20.800 evrur á reikning og að lán verði fengin frá viðkomandi ríkjum til að standa undir greiðslu þessara innstæðna. Bretar og Hollendingar hafi tekið á sig tæpan helming Icesave skuldanna og veitt Íslendingum lán fyrir þeirra hluta. Gögn frá utanríkisráðuneytinu sýni að þessi lán voru tekin í október 2008, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og allir lánsamningar hafi eins og Brusselviðmiðin, gengið út á viðurkenningu Íslands á lágmarks innstæðutryggingunni. Indriði segir að þeir samningar sem legið hafi fyrir hjá þessari ríkisstjórn áður en hún hrökklaðist frá, hafi hins vegar gert ráð fyrir skjótari endurgreiðslum og hærri vöxtum en sá samningur sem nú liggi fyrir geri ráð fyrir. Málið hafi aldrei verið komið í eitthvað samnigaferli innan Evrópusambandsins. Það hafi verið frágengið á grundvelli Brusselviðmiðanna milli Íslands, Bretlands og Hollands og samningar um fyrirgreiðslu frá AGS, Norðurlöndunum og öðrum ríkjum hafi tengst þessari niðurstöðu. Allir aðilar hafi haft þennan sameignlega skilning á málinu. Grein Indriða má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira