Indriði svarar fullum hálsi 10. febrúar 2010 11:57 Mynd/Anton Brink Indriði H. Þorláksson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og einn samningamanna í Icesave samninganefnd Svavars Gestssonar, rífur niður grein Kristrúnar Heimisdóttur fyrrverandi aðstoðarmannas utanríkisráðherra um Icesave málið í Fréttablaðinu í dag. Hann segir samninga um Icesave hafa legið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar, þar sem Ísland hafi gengist við lágmarksskuldbindingum vegna Icesave innistæðna. Í ítarlegri grein í Fréttablaðinu í dag svarar Indrðiði grein sem Kristrún var með í blaðinu á laugardag. Til að gera langa sögu stutta rífur Indriði niður öll helstu rök Kristrúnar fyrir því að með svo kölluðum Brusselviðmiðum frá 13. nóvember 2008, hafi fyrri samningar vegna Icesave runnið úr gildi og málið verið sett á vettvang Evrópusambandins. En hvað eru Brussel viðmiðin? Þau eru í raun sameiginleg yfirlýsing Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandins. Hún fól í sér að aðilar væru sammála um að tilskipun sambandsins um lágmarks innistæðu tryggingu upp á um 20.800 Evrur, gilti á Evrópska efnahagssvæðinu og væri hluti af þeim samningum. Viðurkenning þessara aðila greiði fyrir skjótri niðurstöðu í þeim samningaviðræðum sem standi yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá skuli í viðræðunum "tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt." Indriði segir að þarna sé vísað til einu viðræðnananna sem í gangi voru, þ.e.a.s. milli Íslands, Bretlands og Hollands annars vegar og Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandaþjóðanna hins vegar um lánafyrirgreiðslu vegna Icesave og endurreisnar efnahagslífs Íslands. Indriði bendir á yfirlýsingu frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem gefin var út sex dögum eftir að Brusselviðmiðin voru samþykkt, eða 19. nóvember 2008, og greint var frá opinberlega á sínum tíma. Þar sem sagt er að gengið verði að samningum um innistæðutryggingar með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem skilgreint hafði verið að næði til lágmarks innistæðutryggingar upp á um 20.800 evrur á reikning og að lán verði fengin frá viðkomandi ríkjum til að standa undir greiðslu þessara innstæðna. Bretar og Hollendingar hafi tekið á sig tæpan helming Icesave skuldanna og veitt Íslendingum lán fyrir þeirra hluta. Gögn frá utanríkisráðuneytinu sýni að þessi lán voru tekin í október 2008, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og allir lánsamningar hafi eins og Brusselviðmiðin, gengið út á viðurkenningu Íslands á lágmarks innstæðutryggingunni. Indriði segir að þeir samningar sem legið hafi fyrir hjá þessari ríkisstjórn áður en hún hrökklaðist frá, hafi hins vegar gert ráð fyrir skjótari endurgreiðslum og hærri vöxtum en sá samningur sem nú liggi fyrir geri ráð fyrir. Málið hafi aldrei verið komið í eitthvað samnigaferli innan Evrópusambandsins. Það hafi verið frágengið á grundvelli Brusselviðmiðanna milli Íslands, Bretlands og Hollands og samningar um fyrirgreiðslu frá AGS, Norðurlöndunum og öðrum ríkjum hafi tengst þessari niðurstöðu. Allir aðilar hafi haft þennan sameignlega skilning á málinu. Grein Indriða má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Indriði H. Þorláksson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og einn samningamanna í Icesave samninganefnd Svavars Gestssonar, rífur niður grein Kristrúnar Heimisdóttur fyrrverandi aðstoðarmannas utanríkisráðherra um Icesave málið í Fréttablaðinu í dag. Hann segir samninga um Icesave hafa legið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar, þar sem Ísland hafi gengist við lágmarksskuldbindingum vegna Icesave innistæðna. Í ítarlegri grein í Fréttablaðinu í dag svarar Indrðiði grein sem Kristrún var með í blaðinu á laugardag. Til að gera langa sögu stutta rífur Indriði niður öll helstu rök Kristrúnar fyrir því að með svo kölluðum Brusselviðmiðum frá 13. nóvember 2008, hafi fyrri samningar vegna Icesave runnið úr gildi og málið verið sett á vettvang Evrópusambandins. En hvað eru Brussel viðmiðin? Þau eru í raun sameiginleg yfirlýsing Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandins. Hún fól í sér að aðilar væru sammála um að tilskipun sambandsins um lágmarks innistæðu tryggingu upp á um 20.800 Evrur, gilti á Evrópska efnahagssvæðinu og væri hluti af þeim samningum. Viðurkenning þessara aðila greiði fyrir skjótri niðurstöðu í þeim samningaviðræðum sem standi yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá skuli í viðræðunum "tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt." Indriði segir að þarna sé vísað til einu viðræðnananna sem í gangi voru, þ.e.a.s. milli Íslands, Bretlands og Hollands annars vegar og Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandaþjóðanna hins vegar um lánafyrirgreiðslu vegna Icesave og endurreisnar efnahagslífs Íslands. Indriði bendir á yfirlýsingu frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem gefin var út sex dögum eftir að Brusselviðmiðin voru samþykkt, eða 19. nóvember 2008, og greint var frá opinberlega á sínum tíma. Þar sem sagt er að gengið verði að samningum um innistæðutryggingar með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem skilgreint hafði verið að næði til lágmarks innistæðutryggingar upp á um 20.800 evrur á reikning og að lán verði fengin frá viðkomandi ríkjum til að standa undir greiðslu þessara innstæðna. Bretar og Hollendingar hafi tekið á sig tæpan helming Icesave skuldanna og veitt Íslendingum lán fyrir þeirra hluta. Gögn frá utanríkisráðuneytinu sýni að þessi lán voru tekin í október 2008, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og allir lánsamningar hafi eins og Brusselviðmiðin, gengið út á viðurkenningu Íslands á lágmarks innstæðutryggingunni. Indriði segir að þeir samningar sem legið hafi fyrir hjá þessari ríkisstjórn áður en hún hrökklaðist frá, hafi hins vegar gert ráð fyrir skjótari endurgreiðslum og hærri vöxtum en sá samningur sem nú liggi fyrir geri ráð fyrir. Málið hafi aldrei verið komið í eitthvað samnigaferli innan Evrópusambandsins. Það hafi verið frágengið á grundvelli Brusselviðmiðanna milli Íslands, Bretlands og Hollands og samningar um fyrirgreiðslu frá AGS, Norðurlöndunum og öðrum ríkjum hafi tengst þessari niðurstöðu. Allir aðilar hafi haft þennan sameignlega skilning á málinu. Grein Indriða má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira