Innlent

Brutu rúður og gistu fangageymslur

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Mynd/Anton Brink
Tveir karlmenn voru handteknir fyrir að vinna eignaspjöll á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur í nótt. Mennirnir brutu meðal annars rúður og voru ófærir um að vera á almannafæri sökum ölvunar, líkt og varðstjóri orðaði það í samtali við fréttastofu. Um tvö mál var að ræða því mennirnir svöluðu skemmdarfýsn sitt í hvoru lagi. Þeir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu og gistu fangageymslur í nótt.

Nóttin virðist að öðru leyti hafa gengið áfallalaust fyrir sig víðast hvar um landið. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo ökumenn í nótt vegna gruns um ölvunarakstur og lögreglan í Borgarnesi stöðvaði för ökumanns í sumarbústaðahverfi skammt frá bænum sem talinn var aka undir áhrifum áfengis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×