Innlent

Funda um leiðir

Sigurður Snævarr, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, fer fyrir sérfræðingahópnum.
Sigurður Snævarr, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, fer fyrir sérfræðingahópnum.
Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar kemur saman í dag með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna og fleirum seinnipartinn í dag til að fara yfir útreikninga sem unnið hefur verið að um helgina. Sigurður Snævarr efnahagsráðgjafi forsætisráðherra fer fyrir hópnum.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að verið sé að skoða átta til níu tillögur um hvernig megi mæta vanda skuldugustu heimilanna. Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, er í hópnum sem kemur saman í dag. Hann segir samtökin vilja klára yfirstandandi viðræður við stjórnvöld og sjá hvað kemur út úr þeim, áður en kveðið verði upp úr um hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar dugi til. Hagsmunasamtökin hafa lagt áherslu á almenna niðurfærslu skulda, en forsætisráðherra hefur sagt þá leið ólíklega vegna andstöðu fjármálastofnanna við þá leið, og möguleg áhrif hennar á stöðu ríkissjóðs og þar með velferðarkerfisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×